Veislusöngur
Þjónustan loðir með þýlynt bros
við dyrnar í þartilgerðum fötum,
hneygir sig og beygir hnjáliðina tvo
og hengir upp klæði af diplómötum.
Svo ganga þeir í salinn í kjól og hvitt,
kviðmiklir, snobbaðir og éta frítt.
Lyfta glösum og lepja vin.
Æpa: Lifi Onassis og Jaqueline!
Niður með helvítið hann Ho Chi Minh.
:Lifi Johnson, Jane Dickson,
John F. Kennedy og Richard M. Nixon:
Svo er beðin borðbæn à la Billy Graham
og beðið fyrir snötunum í Suður Víetnam.
Sest að borðum og svelgdur reyktur lax,
sogað upp i nefið og bölvað Karli Marx.
Hei, hei, hei, hei. Húrrei, hei, húrrei.
Húrrei for the USA (For the USA).
Hei, húrrei, hei húrrei.
Húrrei for the CIA.
Lifi Pipinellis og Papadópolus,
Páfinn og Spíró, Agnus Dópolus.
Ketanó, Djú og Djeneral Kí.
Kætumst yfir sigrinum við Somní.
Hei, hei, hei, hei. Húrrei, hei, húrrei.
Húrrei for the USA (For the USA).
Hei, húrrei, hei húrrei.
Húrrei for the CIA.
Lifi Suharto og Sí Ei Tó.
Salasar, Papa Doc og Esra Casado.
Morgunblaðið og Matti Jóh,
Mr. Benediktsson og Nató.
Hei, hei, hei, hei. Húrrei, hei, húrrei.
Húrrei for the USA (For the USA).
Hei, húrrei, hei húrrei.
Húrrei for the CIA.
Svo halda þeir heim og sofna í ljúfum þönkum,
suður á velli bíður verndari knár.
Svo eiga þeir milljónir í svissneskum bönkum
sem þeir hafa rænt undanfarin tuttugu ár.
Hei, hei, hei, hei. Húrrei, hei, húrrei.
Húrrei for the USA (For the USA).
Hei, húrrei, hei húrrei.
Húrrei for the CIA.
Hei, hei, hei, hei. Húrrei, hei, húrrei.
Húrrei for the USA (For the USA).
Hei, húrrei, hei húrrei.
Húrrei for the CIA.
Hei, hei, hei, hei. Húrrei, hei, húrrei.
Húrrei for the USA (For the USA).
Hei, húrrei, hei húrrei.
Húrrei for the CIA.